Arinbjörn Sigurgeirsson

Vesturfarar

Arinbjörn Sigurgeirsson á skrifstofu sinni í Winnipeg. Myndin tekin á fyrsta áratug 20. aldar.

Arinbjörn Sigurgeirsson var einn þeirra ungu Íslendinga sem fluttu til Winnipeg og kusu að afla sér lífsviðurværis í borginni. Árið 1886 var mikill uppgangur í Winnipeg, borgin var miðstöð flutninga frá austri til vesturs og suður til Bandaríkjanna. Arinbjörn fékk fljótlega vinnu við flutninga en upp úr 1890 leitaði hugur hans annað og honum kom til hugar útfararþjónusta. Hann hóf eigin rekstur 1894 og 1907 hafði hann byggt vandaða útfararstofu og rak hana ævilangt.