Bergvin Jónsson settist að í Winnipeg árið 1882 og eftir að hafa unnið hvers kyns verkamannavinnu opnaði hann fataverslun og rak hana til ársins 1889. Þá flutti hann með móður sinni og Halldóri, bróður sínum til Seattle. Þar hélt hann áfram verslunarrekstri til ársins 1898 þegar hann fór norður til Klondyke. Hann var þar stutt því aldamótaárið fór hann suður til Kaliforníu með Halldóri. Þaðan lá svo leið hans til Winkelman í Arizona þar sem hann opnaði enn og aftur verslun og rak hana þar til hann lést.