Björn Pétursson

Vesturfarar

Björn Pétursson settist að í Winnipeg árið 1903 og hóf þar verslunarrekstur og húsbyggingar. Árið 1911 réðst hann í mikið verkefni á Agnes St í borginni og reisti þar mikið hús í félagi við Þorstein Þ. Þorsteinsson. Stórhýsi þeirra kölluðu þeir Vesta en í því voru 20 íbúðir. Björn byggð meira og átti eitt sinn nokkur stórhýsi og taldist með efnaðri Íslendingum í borginni.