Hannes Pétursson

Vesturfarar

Auglýsingar Hannesar og Ólafs birtust reglulega í íslensku blöðunum, tengslin við landa voru verðmæt. Báðir tóku mikinn þátt í íslenskum félagsskap og stuttu á ýmsa vegu.

Hannes Pétursson kom til Winnipeg stuttu eftir aldamótin og fékk vinnu í banka. Fljótlega sá hann tækifæri í kaupsýslu og fasteignasala tók við. Hann stofnaði félag, Union Loan and Investment Co. og voru bræður hans Björn og Rögnvaldur félagsmenn um skeið. Seinna gekk svo Ólafur bróðir hans í lið með honum en þeir unnu nokkuð saman. Keyptu lóðir, reistu fjölbýlishús og ýmist seldu íbúðir eða leigðu. Allir bræðurnir högnuðust á þessum viðskiptum og var Hannes lengi í fremsta hópi fjársýslumanna í borginni.