
Lestarstöðin í MacNutt
MacNutt í Saskatchewan er stutt frá Manitoba fylki og var formlega gefið nafn 22. febrúar, 1913. Heitir það í höfuðið á Thomas MacNutt sem fæddur var í New Brunswick 3. ágúst, 1850. Hann flutti vestur á sléttu og var kjörinn á landsþing fyrir Saskatchewan árið 1905. Hann sat líka á fylkisþingi. Þorpið hefur alla tíð verið lítið og aðeins er vitað um einn Íslendinga sem þar bjó. Sá hét Jóhann Pétur Ólafsson ( Johann Peter Anderson vestra) f. 15. júlí, 1894, d. 12. ágúst, 1946. Hann var sonur Ólafs Andréssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur úr Skagafjarðarsýslu. Þau fóru vestur árið 1888 og settust að í Lögbergsbyggð í Saskatchewan. Hann var póstmeistari í þorpinu ein 16 ár.