Nýja Ísland

Vesturfarar

Jarðsaga: Nýja Ísland byggðist á vesturströnd syðri hluta Winnipeg vatns. Granít berggrunnur austan við vatnið er meira en tveggja milljarða ára gamall en að vestanverðu er berggrunnur hálfrar milljarða ára gammall kalksteinn. Bergrunnurinn beggja megin vatnsins var rofinn af jöklum síðustu ísaldar allt þar til fyrir um 10 þúsund árum þegar jöklar tóku að hörfa af svæðinu og Agassiz vatn fyllti Rauðárdalinn. Leirkenndur jarðvegur, nú verðmætur fyrir landbúnað, safnaðist fyrir  í dýpri dældum Agassizvatns sem náði yfir svæðið suður af Winnipegvatni. Á svæðinu á milli Winnipeg vatns og Manitoba vatns, myndaði jökulrofið á kalksteininum steinríkan jarðveg. Í dag, jafnframt því að Hudson flóinn og nærliggjandi svæði halda áfram að rísa sem svörun við hörfun jökla, hefur vatnasvæði Winnipeg vatns hnikast til svo vatnið heldur áfram að stækka. Winnipeg vatn er grunnt og frýs auðveldlega að vetrarlagi, þannig að vindur nær að mynda þrýstihryggi sem ná að dragast eftir botni vatnsins. Landnemar Nýja Íslands gerðu sér heimili við stórt, kalt vatnið, sem þeir nýttu til veiða frá báti að sumarlagi og í gegnum ís  að vetrarlagi, auk þess sem þeim tókst að nýta steinríkan jarðveginn til landbúnaðar vestan vatnsins, sem þó var ekki eins árangursríkur til akuryrkju og leiríkari jarðvegurinn sunnan vatnsins.

Texti: HTh
Þýðing: JÞ
Yfirlestur: ÁG

Íslenskt landnám: