Í VÍÆ V segir svo um Björn:,,Hóf skólagöngu í Wesley College í Winnipeg. Tók lögfræðipróf við Manitobaháskólann í Winnipeg 1915 og gekk sama ár í canadiska flugherinn. Þar nam hann flugherfræði og var yfirforingi í canadiska flughernum í fyrri heimstyrjöldinni. Hann var skotinn niður í maí 1918 og særður nær til ólífis en komst til heilsu aftur eftir nokkur ár. Einn af stofnendum Lindal, Buhr and Stefansson lögfræðiskrifstofunnar í Winnipeg og van þar í mörg ár. Var formaður Íhaldsflokksins í Winnipeg og í framboði fyrir hann til þings 1940. Innritaðist aftur það ár í canadiska flugherinn, einn af fáum, svo vitað sé, sem hafa tekið þátt í báðum heimsstyrjöldunum. 1941 var hann skipaður yfirmaður sérstaks þjálfunarskóla flugmanna í Virden Man. og gegndi þeirri stöðu til stríðsloka. Gerðist þá landskráningarstjóri á skráningarskrifstofu í Carman, Man. Einnig lögreglustjóri og aðstoðardómari við unglingadómstól. Tók virkan þátt í málefnum Winnipeg-Íslendinga um sína daga.“