Páll Jóhannsson

Vesturfarar

Thorstína S. Jackson sagði um Pál í riti sínu Saga Íslendinga í N. Dakota sem gefið var út í Winnipeg árið 1926:

,,Þessi 46 ár, sem Páll hefir átt heima í Norður-Dakota, hefir hann verið meira og minna riðinn við opinber störf, skipað skóla-, sveitar,- og ríkisembætti. Í tuttugu ár var hann skólanefndarforseti; í 40 ár friðdómari; í nokkur ár virðingamaður (assessor); fjórum sinnum kosinn sem þingmaður á ríkisþing; og eitt sinn sem fulltrúi á alríkis-flokksþing Democrata til forsetaútnefningar“ (bls.456)