Sigtryggur Ágústsson kom til Winnipeg aldamótaárið 1900 og bjó þar alla tíð. Hann var bókhneigður og las mikið og setti sig inn í vestur-íslenskt samfélag sem mest hann mátti. Þá lagði hann áherslu á að fræðast um trúmál í N. Ameríku og hinar ýmsu trúarhreyfingar. Hann kynntist Rögnvaldi Péturssyni, presti Únitara í Winnipeg og trúlega hafa þau kynni leitt hann inn í lestur bókmennta um trúmál. Sumt af því taldi hann eiga erindi við Íslendinga og þess vegna réðst í að þýða Judas eftir Georg Brandes. Rögnvaldur birti þýðinguna í 1. hefti, 3. árgangs. Lítum á brot: