Á árunum 1873-1875 var Páll Þorláksson potturinn og pannan í aðlögun íslenskra vesturfara í Wisconsin. Hann aðstoðaði þá við að finna nýlendustað í ríkinu. Í byrjun sumars árið 1874 fékk hann föður sinn, Þorlák Gunnar Jónsson og Harald, bróður sinn til að fara með sér til Shawano sýslu, nokkuð norðarlega í ríkinu og þar fundu þeir ákjósanlegt svæði. Þar hófst íslenskt landnám síðar um sumarið. Páll hvarf af vettvangi um haustið til að ljúka námi sínu í guðfræði. Því lauk hann 8. júlí, 1875 og stuttu seinna eftir vígslu var hann settur prestur í fjórum, litlum, norskum söfnuðum í Shawano sýslu. Norska kirkjufélagið (Norwegian Synod) sem menntaði Pál og vígði til prests lagði að honum að sinna líka löndum sínum í Shawano. Hann myndaði síðan ,,Hinn íslenzka lúterska söfnuð í Shawano County“ (The Icelandic Lutheran Congregation of Shawano County,Wisconsin) og var það fyrsti, íslenski söfnuðurinn í Norður Ameríku. Hér að neðan er listi yfir safnaðarmeðlimi haustið 1875:
- Þorlákur Gunnar Jónsson
- Henrietta Lovisa Nielsdóttir
- Jón Valdimar Þorláksson
- Guðrún Jakobína Þorláksdóttir
- Þorsteinn Þorláksson
- Björn Þorláksson
- Valgerður Þorláksdóttir
- Haraldur Þorláksson
- María Sigurðardóttir
- Lovísa Björg
- Niels Þorláksson
- Friðrik Bergmenn
- Eiríkur Bergmann
- Loptur Jónasson
- Magnús Jóhannesson
- Elín Magnúsardóttir
- Hallgrímur Gíslason
- Herdís Jónsdóttir
- Aðalbjörg Indriðadóttir
- Guðfinna Jónsdóttir
- Jónatan Hallgrímsson
- Kristján Hallgrímsson
- Aðalbjörg Hallgrímsdóttir
- Magnús Gíslason
- Sigríður Jónsdóttir
- Anna Magnúsardóttir
- Kristján Magnúsarson
- Jón Jónsson
- Sigurbjörg Stefánsdóttir
- Helga Jónsdóttir
- Jón Jónsson
- Guðmundur Stefánsson
- Guðbjörg Hannesardóttir
- Stefán Guðmundsson
- Sigurlaug Guðmundsdóttir
Listinn er úr kirkjubók séra Páls Þorlákssonar yfir árin 1875-1882.