Hinn íslenski lúterski söfnuður í Shawano County

Vesturfarar

Á árunum 1873-1875 var Páll Þorláksson potturinn og pannan í aðlögun íslenskra vesturfara í Wisconsin. Hann aðstoðaði þá við að finna nýlendustað í ríkinu. Í byrjun sumars árið 1874 fékk hann föður sinn, Þorlák Gunnar Jónsson og Harald, bróður sinn til að fara með sér til Shawano sýslu, nokkuð norðarlega í ríkinu og þar fundu þeir ákjósanlegt svæði. Þar hófst íslenskt landnám síðar um sumarið.  Páll hvarf af vettvangi um haustið til að ljúka námi sínu í guðfræði.  Því lauk hann 8. júlí, 1875 og  stuttu seinna eftir vígslu var hann settur prestur í fjórum, litlum, norskum söfnuðum í Shawano sýslu. Norska kirkjufélagið (Norwegian Synod) sem menntaði Pál og vígði til prests lagði að honum að sinna líka löndum sínum í Shawano. Hann myndaði síðan ,,Hinn íslenzka lúterska söfnuð í Shawano County“ (The Icelandic Lutheran Congregation of Shawano County,Wisconsin) og var það fyrsti, íslenski söfnuðurinn í Norður Ameríku. Hér að neðan er listi yfir safnaðarmeðlimi haustið 1875:

  1. Þorlákur Gunnar Jónsson
  2. Henrietta Lovisa Nielsdóttir
  3. Jón Valdimar Þorláksson
  4. Guðrún Jakobína Þorláksdóttir
  5. Þorsteinn Þorláksson
  6. Björn Þorláksson
  7. Valgerður Þorláksdóttir
  8. Haraldur Þorláksson
  9. María Sigurðardóttir
  10. Lovísa Björg
  11. Niels Þorláksson
  12. Friðrik Bergmenn
  13. Eiríkur Bergmann
  14. Loptur Jónasson
  15. Magnús Jóhannesson
  16. Elín Magnúsardóttir
  17. Hallgrímur Gíslason
  18. Herdís Jónsdóttir
  19. Aðalbjörg Indriðadóttir
  20. Guðfinna Jónsdóttir
  21. Jónatan Hallgrímsson
  22. Kristján Hallgrímsson
  23. Aðalbjörg Hallgrímsdóttir
  24. Magnús Gíslason
  25. Sigríður Jónsdóttir
  26. Anna Magnúsardóttir
  27. Kristján Magnúsarson
  28. Jón Jónsson
  29. Sigurbjörg Stefánsdóttir
  30. Helga Jónsdóttir
  31. Jón Jónsson
  32. Guðmundur Stefánsson
  33. Guðbjörg Hannesardóttir
  34. Stefán Guðmundsson
  35. Sigurlaug Guðmundsdóttir

Listinn er úr kirkjubók séra Páls Þorlákssonar yfir árin 1875-1882.