Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1861.
Maki: Gísli Guðmundsson f. á Vestfjörðum. Dáinn á Point Roberts árið 1913. Goodman vestra.
Börn: 1. Sveinsína f. á Íslandi árið 1888 2. Herdís f. í Kanada árið 1896.
Þau fluttu til Vesturhaims árið 1889 og voru fyrst í Winnipeg í nokkur ár. Þaðan lá leiðin vestur að Kyrrahafi þar sem þau bjuggu um skeið á Victoria á Vancouver-eyju. Fóru svo á Point Roberts og settust að á landi sem faðir Sigurbjargar og bróðir hennar Bent, höfðu fyrst numið. Réttinn til að búa þar fengu þau árið 1908 og tóku strax til hendinni, hreinsuðu landið og byggðu sér hús. Að manni sínum látnum seldi hún heimili þeirra og land, keypti minna vestar á tanganum þar sem nokkrar byggingar stóðu. Bjó þar síðan með móður sinni, Björgu Jónsdóttur, sem blind var orðin í hárri elli.