
Jón Björnsson og Stefía Stefánsdóttir með Pálínu á milli sín. Mynd RoQ
Jón Björnsson fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 19. júní, 1878. Dáinn í Saskatchewan 12. júlí, 1945. Jon B. Jonsson vestra.
Maki: 1903 Stefía Sigríður Stefánsdóttir f. í Minnesota 15. apríl, 1880.
Börn: Áttu ekki börn en ólu upp stúlku, Pálínu Johnson f. 19. júní, 1908 sem var dóttir Kristjáns Jónssonar, bróður Jóns og dreng sem Hallgrímur hét.
Jón var sonur Björns Jónssonar og Þorbjargar Björnsdóttur sem fluttu vestur til Kanada árið 1876. Þau settust að í Nýja Íslandi. Stefía var dóttir Stefáns Guðna Sigurðssonar og Sigríðar Jóakimsdóttur, landnema í Minnesota.
Jón og Stefía fluttu í Argylebyggð frá Minnesota árið 1903 og þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907. Þau námu land í Kandahar/Dafoe byggð.
