Þórstína S Eggertsdóttir

ID: 19315
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Svoldarbyggð
Dánarár : 1951

Þórstína Sigríður Eggertsdóttir fæddist í N. Dakota árið 1883. Dáin í Akrabyggð árið 1951. Thorstina Sigridur Gunnlaugson vestra.

Maki: Guðmundur Sigurðsson fæddist árið 1879 í N. Múlasýslu. Austfjörð eða Austford vestra.

Börn: 1. Ólöf (Olive) f. 1903 2. Eggert f. 1905 3. Sigríður f. 1910 4. Magnús f. 1911 5. Vilborg Guðfinna f. 3. janúar, 1914 6. Soffía Rósa f. 21. maí, 1916 7. Ingibjörg Hallgerður f. 15. desember, 1917 8. Vilhjálmur Hólm f. 16. apríl, 1919.

Guðmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með föður sínum, Sigurði Guðmundssyni. Þórstína var dóttir Eggerts Gunnlaugssonar og Rannveigar Rögnvaldsdóttur landnema í Akrabyggð í N. Dakota. Þar bjuggu hún og Guðmundur alla tíð!