ID: 19623
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1934
Magnús Magnússon fæddist 18. janúar, 1849 í Snæfellsnessýslu. Dáinn í Tacoma í Washington 11. mars, 1934. Magnus Maxim vestra.
Maki: Sigurdríf Guðbrandsdóttir f. 4. mars, 1839 í Dalasýslu, d. í Tacoma 24. maí, 1915.
Börn: 1. Rósa f. í Mikley 7. október, 1877, d. 3. september, 1946 í Tacoma 2. Albert 3. Sarah.
Magnús var sonur Magnúsar Egilssonar og Halldóru Einarsdóttur í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu. Hann fór vestur árið 1876 til Nýja Íslands og Sigurdríf flutti vestur þangað með Albert Vigfússon sama ár. Þau fluttu þaðan til Winnipeg árið 1883 og 1902 vestur til Tacoma.
