ID: 16702
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906
Albert P Goodman fæddist í Duluth í Minnesota 22. október, 1906.
Maki: 21. október, 1933 á Íslandi Ólöf Guðrún Sigurðardóttir f. í Árnessýslu 7. febrúar, 1903, d. 14. júní, 1954.
Barnlaus.
Albert var sonur Lárusar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem vestur fluttu árið 1887. Þau voru um skeið í Minnesota en árið 1908 fluttu þau til Winnipeg. Þar gekk Albert í skóla, stundaði framhaldsnám í verslunarskóla (Success Business College) og vann verslunarstörf. Ennfremur stundaði hann fiskveiðar í Winnipegvatni og húsamálun. Árið 1930 flutti hann til Íslands þar sem hann var á árunum 1933-1939, eigandi raftækjaverslunar í Reykjavík. Árið 1940 gerðist hann svo starfsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi.
