Alexander Davíðsson fæddist í Dalasýslu árið 1852. Dáinn 13. janúar, 1928 á Betel í Gimli. Alex Davidson og Alex Vestmann vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann var sonur Davíðs Bjarnasonar, bónda á Hóli í Dalasýslu og konu hans, Þórdísar Jónsdóttur. Alexander flutti með foreldrum sínum að Gilhaga í Strandasýslu, flutti þaðan og var vinnumaður á fæðingarstað sínum í Dalasýslu árið 1880 en vestur fer hann frá Fornahvammi í Mýrasýslu árið 1887. Hann fór til New York og þaðan vestur til Minnesota og í Duluth hefur hann eflaust hitt systur sína Guðrúnu, sem þá var nýgift Kristjáni Jónssyni. Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1886 og voru þar gefin saman. Voru eitthvað í N. Dakota en fluttu svo til Duluth árið 1888. Alexander er skráður til heimilis hjá ekkjunni Guðlaugu Dahlman í Duluth árið 1905 en endaði svo á Betel á Gimli.
