
Andrés Frímann Andrésson og Guðrún Björnsdóttir Mynd A Century Unfolds
Andrés Frímann Andrésson fæddist í Fagranesi í S. Þingeyjarsýslu 26. júní, 1856. Dáinn 6. júní, 1926. Skrifaði sig Reykdal vestra.
Maki: 9. október, 1894, Guðrún Björnsdóttir f. í Húnavatnssýslu 7. júní, 1871. Dáin 21. júlí, 1929
Börn: Áttu ekki börn en tóku tvö fósturbörn. 1. Guðrún (Runa) Anna. Hún var dóttir Hólmfríðar Andrésdóttur, systur Andrésar og Tryggva Ingjaldssonar 2. Mabel Sigríður f. í Grafton, N. Dakota 23.mars, 1910
Andrés fór einsamall vestur til Winnipeg 1882. Guðrún fór vestur 1883 með foreldrum sínum Birni Stefáni Jósefssyni og Margréti Stefánsdóttur.
Andrés og Guðrún bjuggu í Headingley frá 1894 til 1905, fluttu það ár til Winnipeg Þaðan lá leiðin í Arborg.
