Anna I Lárusdóttir

ID: 4684
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla

Anna Ingibjörg Lárusdóttir fæddist í Bolungarvík í Ísafjarðarsýslu 22. september, 1884.

Maki: 24. mars, 1909 Sveinn Gamaliel Kristjánsson f. í S. Þingeyjarsýslu 30. mars, 1883.

Börn: 1. Stanley f. 20. febrúar, 1912 2. Sveinn Guðmundur f. 23. janúar, 1914.

Sveinn fór vestur til N. Dakota árið 1885 með foreldrum sínum, Kristjáni Indriðasyni og Guðfinnu Jóhannesdóttur sem settust að nærri Mountain.  Sveinn flutti vestur í Vatnabyggð árið 1903 og nam þar land í Hólarbyggð, nærri Elfros. Þar hófu hann og Anna búskap en 1920 fluttu þau í Elfros þorpið þar sem Sveinn rak verkfæraverzlun og smurstöð í 32 ár. Hann lét til sín taka í  samfélagsmálum, sat í viðskiftaráði, í skólaráði í 12 ár og bæjarstjórn í 15 ár. Anna var dóttir Lárusar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundssonar sem fluttu vestur til Winnipeg árið 1887.