Anna Jónsdóttir

ID: 6612
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1933

Anna Sigríður Jónsdóttir fæddist árið 1851 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Winnipeg 7. nóvember, 1933.

Maki: 1) Sigurður Magnússon f. í Skagafjarðarsýslu árið 1851, drukknaði í Winnipegvatni 12. nóvember, 1878. 2) Ólafur Ólafsson 16. júlí, 1834, d. 30. janúar, 1919.

Börn: Með Ólafi 1. Ólöf Margrét f. í N. Dakota, 14. mars, 1881 2. Friðrik d. í æsku 3. Þóra d. í æsku 4. Friðey (Freda) b. April 5, 1893.

Anna og Sigurður fluttu vestur um haf árið 1876 og námu land í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Að Sigurði látnum flutti Anna suður til N. Dakota og þar gekk hún að eiga Ólaf Ólafsson frá Espihóli. Þau bjuggu í N. Dakota til ársins 1888 en þá fluttu þau vestur í Markervillebyggð í Alberta í Kanada. Voru þar í tvö ár en námu því næst land talsvert norður, nærri Burnt Lake.  Fluttu þaðan eftir skamma veru og bjuggu í Calgary í tvö ár. Fóru vestur í Okanagandal í Bresku Kólumbíu en árið 1908 voru þau sest að í Winnipeg og bjuggu þar síðan.