Anna K Guðmundsdóttir

ID: 18460
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889

Anna K Guðmundsdóttir Mynd VÍÆ III

Anna Kristrún Guðmundsdóttir fæddist 21. desember, 1889 í N. Dakota. Dalsted í hjónabandi.

Maki: 30. júní, 1914 Jóhann Ólafur Bjarnason f. í Svold í N. Dakota 24. nóvember, 1893. Dalsted vestra.

Börn: 1. Guðmundur Leonard f. 5. maí, 1915.

Anna var dóttir Guðmundar Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur N. Dakota.  Þar gekk hún í grunnskóla, fór til Winnipeg í verslunarskóla og seinna í kennaranám í University of N. Dakota. <kenndi þar í nokkur ár fyrir hjónaband.  Jóhann var sonur Bjarna Guðmundssonar Dalsted og seinni konu hans, Guðnýjar Þóru Þorsteinsdóttur. Þau bjuggu í Akrabyggð í N. Dakota. Óli Bjarnason, eins og hann var iðulega kallaður í heimabyggðinni, gekk í verslunarskóla og gerðist sölumaður. Hann seldi og keypti um tíma landbúnaðarvörur en seldi svo helst fóðurvörur fyrir Feed Company í Minneapolis í Minnesota.