Anna K Pétursdóttir

ID: 7651
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Anna Kristín Pétursdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1866.

Maki: Sigurður Magnússon f. í Skagafjarðarsýslu árið 1863.

Börn: 1. Stefán Sigurður. Upplýsingar vantar um önnur fimm börn þeirra.

Þau fóru vestur til Kanada árið 1888 og fór Sigurður til N. Dakota til systur sinnar, Hallfríðar Magnúsdóttur og hennar manns, Þórarins Guðmundssonar. Fór hann vestur til Calgary með þeim og þar gengu Sigurður og Anna Kristín í hjónaband. Árið 1894 byggði Sigurður hús á landi í íslensku nýlendunni, færði sig seinna um set og nam land aðeins norðar. Þar bjuggu þau alla tíð. Flest systkini Önnu fluttu vestur, bræðurnir Stefán Guðlaugur og Sveinn bjuggu í Winnipeg, Elín Petrína var gift Alberti Þiðrikssyni í Húsavík í Nýja Íslandi og Guðlaug Sesselja átti Friðrik Friðriksson í Argylebyggð.