Anna Mýrdal

ID: 16556
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1900

Anna Mýrdal Mynd VÍÆ I

Anna Sigurðardóttir fæddist í Kanada 6. nóvember, 1900. Mýrdal vestra.

Maki: 14. júlí, 1919 Kári Stefánsson f. á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 25. mars, 1892. Byron vestra.

Börn 1. Stefán f. 24. febrúar, 1921 2. Sigurður f. 3. mars, 1924 3. Haraldur Jón f. 15. ágúst, 1925 4. Lillian Sigríður f. 14. janúar, 1927. Fóstursonur Friðrik Þorsteinn Þorkelsson.

Anna var dóttir Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sem vestur fluttu sumarið 1900. Hún tók mikinn þátt í félagsmálum, var formaður Kvenfélagsins Bjarkar í áratug, forseti The Women´s Section of the Lundar Agricultural Society og vann með Rauða kross deildar Lundarbyggðar. Foreldrar Kára, Stefán Björnsson og Guðbjörg Sigurðardóttir fluttu með hann vestur árið 1893.  Þau settust að í Grunnavatnsbyggð þar sem Kári ólst upp. Hann bjó nokkur ár í Clarkleigh í Manitoba áður en hann settist að í Lundar. Þar var hann með búskap, stundaði líka fiskveiðar og rak fiskverslun. Þá rak hann gistiheimili í bænum. Hann lét til sín taka í samfélagsmálum, formaður og varaforeti ýmissa félaga og stofnana.