Anna Sveinsdóttir fæddist 18. febrúar, 1873 í Húnavatnssýslu. Dáin 15. nóvember, 1957 á Point Roberts.
Maki: 30. september, 1912 Sigurjón Mýrdal fæddist í Mikley í Manitoba 24. maí, 1879.
Börn: 1. Valgerður Anna Sigríður f. á Point Roberts 4. júní, 1914 2. John Leonard f. 26. mars, 1916.
Sigurjón fylgdi foreldrum sínum, Sigurði Sigurðssyni Mýrdal og Valgerði Jónsdóttur, suður í Pembinabyggð í N. Dakota og vestur til Victoria í Bresku Kolumbíu. Þaðan lá svo leiðin á Point Roberts. Anna flutti vestur til Kanada árið 1900 með móður sinni, Ingibjörgu Hannesdóttur. Þær voru í Manitoba til ársins 1907, þá fluttu þær vestur á Point Roberts í Washington með tvíburasystur Önnu og hennar manni, Ingvari Guðmundssyni Goodman. Tvíburasysturnar hétu báðar Anna vegna þess að búist var við að aðeins önnur þeirra lifði.
