Arnbjörg Þorsteinsdóttir

ID: 2845
Fæðingarár : 1898

Arnbjörg Svanhvít Þorsteinsdóttir Mynd VÍÆ I

Arnbjörg Svanhvít Þorsteinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 3. ágúst, 1898.

Maki: 2. desember, 1922 Jóhann Þorvaldur Beck f. í S. Múlasýslu 9. febrúar, 1900.

Börn: 1. Hans Raymond f. 21. september, 1925 2. Richard Leonard f. 14. apríl, 1927 3. Jóhanna Violet f. 29. nóvember, 1928 4. Allan Ágúst f. 21. desember, 1932.

Arnbjörg flutti vestur með foreldrum sínum, Þorsteini Guðnasyni og Maríu Magnúsdóttur sem vestur fluttu úr Garðfjósum í Vestmannaeyjum árið 1903. Jóhann flutti vestur til Winnipeg árið 1919, vann við prentun Lögbergs og varð forstjóri útgáfufyrirtækisins Columbia Press í borginni. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum landa sinna í borginni, starfaði í Góðtemplarareglunni, söng með karlakór Íslendinga og kór Fyrstu lútersku kirkju, var í Þjóðræknisfélagi Íslendinga og meðlimur Icelandic Canadian Club. Hann var albróðir Dr. Richard Beck, prófessors.