Árni Friðbjörnsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 27. ágúst, 1866. Dáinn í Grafton, ND 15. maí 1945. Bjornson vestra.
Maki: 30. desember, 1887 Guðrún Magnúsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 30. nóvember, 1864. Dáin í Mountain 16. maí, 1949. Bjornson vestra.
Börn: 1. Anna Sigríður f. 1889, d. þriggja mánaða 2. Anna f. 24. mars, 1890 3. Friðbjörn f. 3. maí, 1892 4. Sigurður f. 18. nóvember, 1893 5. Valdimar f. 1896 6. Þorlákur Vilhelm f. 1899 7. Sigríður f. 1901, d. 1929 8. Margrét Fjóla f. 1907, d. 1927.
Árni fór vestur til Ontario með foreldrum sínum, Friðbirni Björnssyni og Önnu S. Árnadóttur árið 1873. Þau fluttu til Nýja Íslands árið 1875 og þaðan til Mountain í ND árið 1880. Þar bjó Árni alla tíð. Guðrún flutti vestur árið 1876 til Nýja Íslands með móður sinni, Sigríði Magnúsdóttur og stjúpföður sínum, Jóhanni K. Björnssyni. Þau fluttu suður til N. Dakota árið 1881.
