Ásgeir Jónasson

ID: 15575
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1940

Ásgeir Jónasson fæddist 5. apríl, 1877 í Dalasýslu. Dáinn í N. Dakota 30. júlí, 1940.

Maki: 15. febrúar, 1905 Elísabet Jóhannesdóttir f. í Dalasýslu 20. ágúst 1886, d. 20. janúar, 1960.

Börn: 1. Ásgeir f. 1900 2. Jóhanna f. 1906 3. Óskar f. 2. júlí, 1909 4. William J. f. 21. janúar, 1912 5. Ásgerður f. 1918 6. Mae f. 26. nóvember, 1917, d. 1995 7. Cora f. 1921 Norman f. 1922 8. Elísabet (Elizabeth) f. 1928. Heimild til sem telur börn þeirra hafa verið fleiri, upplýsingar vantar.

Ásgeir flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Jónasi Sturlaugssyni og Halldóru Halldórsdóttur. Þau settust að í Akrabyggð í N. Dakota. Þar ólst Ásgeir upp og bjó alla tíð. Elísabet fór vestur árið 1891 með foreldrum sínum, Jóhannesi Halldórssyni og Guðrúnu Jónsdóttur.