
Baldur Norman Einarsson Mynd VÍÆ II
Baldur Norman Einarsson fæddist í Kelowna í Bresku Kolumbia 28. október, 1896. Dáinn á Gimli 16. september, 1947.
Maki: 28. október, 1924 Olga Olson f. í Winnipegosis í Manitoba 2. júlí, 1903.
Börn: Öll fædd á Gimli. 1. Margaret Grace f. 29. júlí, 1925 2. Jónína Pauline f. 25. október, 1926 3. Norma Edith f. 27. október, 1930 4. Leon Herman f. 13. janúar, 1934 5. Vivi-ann Gwen f. 14. febrúar, 1938.
Baldur var sonur Einars Jónssonar og Jónínu Ingibjargar Sigfúsdóttur á Gimli. Baldur lauk þar grunnskólanámi, fór svo í framhaldsnám í Wesley College í Winnipeg. Hann var í kanadíska hernum frá 9. maí, 1918 til ársloka. Olga var dóttir Páls Kristinns Olson og Margrétar Jónsdóttur í Manitoba. Páll var fæddur á Gimli 30. janúar, 1879 en Margrét á Íslandi 3. mars, 1885. Baldur var virkur í bæjarmálum á Gimli, var ritari bæjarstjórnar og í stjórn Sambandssafnaðar bæjarins í aldarfjórðung.