
Bergrós Sigfúsdóttir Mynd VÍÆ
Bergrós Sigfúsdóttir fæddist í Víðirbyggð í Manitoba 25. ágúst, 1886.
Maki: 17. nóvember, 1909 Ásbjörn Pálsson f. í Eyjafjarðarsýslu 31. maí, 1884. Dáinn á Vancouver Island 11. janúar, 1951.
Börn: 1. Jóhanna Pálína f. 12. september, 1910 2. Franklin f. 1. febrúar, 1912 3. Oscar f. 24. september, 1916 4. Victor f. 24. maí, 1918, d. 1. október, 1943 5. Norma f. 18. janúar, 1924.
Bergrós var dóttir Sigfúsar Péturssonar og Guðrúnar Þóru Sveinsdóttur, landnema í Víðirbyggð. Ásbjörn fór vestur 1894 til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum Páli Halldórssyni og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og var hjá þeim í Geysisbyggð í Nýja Íslandi fyrstu árin. Nam land nærri Wynyard í Vatnabyggð í Saskatchewan en átti það ekki lengi, flutti til Elfros og rak þar lyfjabúð. Fluttu seinna á Vancouver Island í Bresku Kolumbíu.
