
Bjarni Guðmundsson Mynd VÍÆ I
Bjarni Guðmundsson fæddist 1. júlí, 1870 í Árnessýslu. Dáinn í Tujunga í Kaliforníu 24. september, 1954. Barney Gudmundsson vestra.
Maki: 9. nóvember, 1895 Ingibjörg Jónsdóttir f. 21. júlí, 1875 í Árnessýslu.
Börn: 1. Hannes f. 17. mars, 1896 2. Guðmundur f. 1898 3. Jóel Sverrir f. 25. september, 1900 4. Elín f. 20. nóvember, 1904 5. Jón f. 10. júní, 1905 6. Páll Jakob f. 8. janúar, 1907 7. Anna Guðný f. 1. júlí, 1909 8. Þórður f. 24. apríl, 1911 9. Ólafur Jakob f. 2. maí, 1913 10. Páll Karl f. 28. maí, 1915.
Bjarni flutti vestur til Winnipeg árið 1901 en Ingibjörg fór þangað ári seinna. Þau námu land í Vatnabyggð nærri Foam Lake árið 1905 þar sem þau bjuggu einhvern tíma. Fluttu þaðan vestur til Bellingham í Washington og seinna til Seattle. Þau fluttu til Kaliforníu árið 1930 og bjuggu í Tujunga.
