Bjarni Jóhannesson

ID: 5365
Fæðingarár : 1886
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1964

Bjarni Jóhannesson, Karl, Jóhannes, Olga og Norman. Helgi og Gestur sitja. Mynd RbQ.

Bjarni Jóhannesson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1886. Dáinn árið 1964 í Vatnabyggð. Einatt skráður Bjarni J. Ólafsson eða Barney Olafson vestra.

Maki: 1) 1914 Olga Sveinsdóttir f. í V. Skaftafellssýslu árið 1889, d. 1935. 2) Kristine Guðmundson d. 1954.

Börn: 1. Jóhannes Magnús f. 1915 2. Karl (Carl) f. 1916 3. Norman f. 1918 4. Helgi f. 1920 5. Gestur f. 1922. Með Kristine 1. Marina Stramberg.

Bjarni fór ársgamall vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Jóhannesi Ólafssyni og Margréti Bjarnadóttur, sem settust að í Nýja Íslandi. Þar ólst Bjarni upp, flutti svo til Winnipeg þar sem hann vann við trésmíðar. Vann svo um skeið í Mountain í N. Dakota. Hann nam land í Vatnabyggð árið 1905. Olga, líka skrifuð Olgeirína í heimildum vestra, mun hafa flutt vestur í Vatnabyggð árið 1910.  Hún var dóttir Sveins Ingimundssonar og Karítas Þorsteinsdóttur í Efriey í V. Skaftafellssýslu. Hún var systir Jóhannesar Kjarval.