Bjarni Sigurðsson

ID: 5509
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1820
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Bjarni Sigurðsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1820.

Maki: Náttfríður Markúsdóttir d. á Íslandi.

Börn: 1. Sigurður f. 1840 2. Jakob f. 1842 3. Sigurbjörg f. 1845 4. Elínborg f. 1847 5. Samson f. 1849 6. Friðrik f. 1850.

Bjarni fór vestur til Ontario ásamt börnum sínum þeim Samson, Friðriki og Sigurbjörgu. Sigurbjörg átti soninn Friðrik Jósefsson f. 1873. Samferða þeim var bústýra Bjarna, Krístín Jóhannesdóttir og börn hennar. Þau voru í Kinmount fyrsta árið en fluttu árið 1875 til Nýja Íslands. Þar bjó Bjarni alla tíð.