ID: 2293
Fæðingarár : 1872
Dánarár : 1954
Björg Jörundsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 9. janúar, 1872. Dáin 4. janúar, 1954 í Vancouver.
Maki: 1)1898 Stearne Tighe 2) 16. nóvember, 1942 Valdimar Daníelsson f. árið 1892 vestra.
Barnlaus.
Björg var dóttir Jörundar Sigmundssonar og Auðar Grímsdóttur. Hún flutti til Vesturheims árið 1882 með móður sinni og stjúpföður, Þórði Gunnarssyni og systrum. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Valdimar var sonur Daníels Grímssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur, landnema í Garðarbyggð árið 1885 og Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906. Björg og Valdimar bjuggu síðast í Blaine í Washington.
