Björn Bjarnason

ID: 18401
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1902

Björn Bjarnason Mynd VÍÆ III

Björn Bjarnason fæddist í Geysisbyggð í Nýja Íslandi 16. janúar, 1902. Dáinn í Árborg 13. febrúar, 1970

Ókvæntur og barnlaus

Björn var sonur Bjarna Bjarnasonar og Aðalborgu Jónsdóttur landnema í Geysisbyggð 1900. Hann og tvíburasystir hans, Margrét Sigurlaug, önnuðust föður sinn eftir að móðir þeirra dó árið 1915. Systkinin bjuggu á landi föður síns til ársins 1963, fluttu þá í Árborg.