Björn Sigurðsson

ID: 18995
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1944

Björn Sigurðsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1868. Dáinn í Oak Point, Manitoba 28. apríl, 1944.

Maki: 1891 Jóhanna Antóníusdóttir f. 1860 í S. Múlasýslu, d.22.janúar, 1945.

Börn: 1. Sigþóra (Sara) f. 1892 2. Björn 3. Jónas 4. Elís f. 1898 5. Jóhannes 6. Anna f. 1901 7. Antonius (Eddie) f. 1902, d.1920. Ekkjan Jóhanna átti fjögur börn með Þorsteini Eiríkssyni 1. Jón f. 1879 2. Ingveldur f. 1880 3. Margrét f. 1882 4. Sigurður f. 1. júlí, 1885, d. 2. júlí, 1885

Björn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum, Sigurði Björnssyni og Guðfinnu Oddsdóttur og systkinum. Þau settust að í Hnausabyggð. Björn og Jóhanna gengu í hjónaband í Nýja Íslandi og bjuggu í Fljótsbyggð en fluttu í Lundarbyggð árið 1903. Jóhanna fór vestur til Nýja Íslands árið 1888 með börn sín þrjú og fóstursoninn Eirík Þorsteinsson 13 ára.