ID: 9385
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1961
Björn Sigurðsson fæddist í S. Þingeyjarsýslu 7. maí, 1869. Dáinn í Winnipeg árið 1961. Dahlman vestra.
Maki: 4. júlí, 1901 Sigríður Sigurðardóttir f. 1873 í N. Þingeyjarsýslu d. 28. apríl, 1942 í Riverton.
Börn: 1. Victor d. í fæðingu 2. Sigurður Friðberg f. 1. júlí, 1904 3. Anna Kristín f. 12. nóvember, 1905 4. Friðjón f. 1. júní, 1914.
Björn flutti einsamall til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og fór í Argylebyggð. Hann vann ýmislegt á ólíkum stöðum fyrstu árin bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Sneri aftur í Argylebyggð og festi þá ráð sitt. Þau hófu búskap á landi Björns í Argyle en árið 1909 fluttu þau til Winnipeg þar sem Björn vann við trésmíði. Árið 1920 fluttu þau norður í Nýja Ísland og settust að í Riverton.
