Björn Stefánsson

ID: 12939
Fæðingarár : 1887
Dánarár : 1963

 

Björn Stefánsson Mynd SÁOG

Björn Stefánsson fæddist 19. janúar, 1887 í N. Múlasýslu. Dáinn í Winnipeg 8. september, 1963.

Maki: 1946 Helen Viola Lenke f. 1921, d. 1996

Börn: 1. Bergmann Laurence.

Björn var sonur Stefáns Björnssonar og Guðríðar Björnsdóttur og fór hann með þeim vestur árið 1889. Þau settust að í Manitoba og námu land rétt hjá Lundar. Þar gekk Björn í grunnskóla, fór eftir það til Winnipeg  og innritaðist í Wesley College. Hann lauk prófi í lögum frá Manitobaháskóla árið 1915. Hann var einn stofnandi lögfræðiskrifstofu í Winnipeg og vann þar í mörg ár. Meirs um Björn í Íslensk arfleifð.