
Bogi H Sigurgeirsson Mynd VÍÆ IV
Bogi Hermanius Sigurgeirsson fæddist í Grund í Eyjafirði 10. apríl, 1869. Dáinn 1. janúar, 1949 í Steveston í Bresku Kólumbíu.
Maki: 1896 Kristín Ásmundsdóttir f. í N. Múlasýslu 1. október, 1870, d. 5. nóvember, 1919 í Manitoba.
Börn: 1. Anna Hermania f. 5. mars, 1897, d. 26. mars, 1922 2. Sigurveig Ingibjörg f. 8. október, 1898 3. Jónína dó barnung 4. Svanfríður Lilja f. 15. febrúar, 1902 5. Hermanius Bogi f. 22. apríl, 1904 6. Ása Bergþóra f. 17. mars, 1906. Öll fædd í Mikley.
Bogi var sonur séra Sigurgeirs Jakobssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Foreldrar Kristínar voru Ásmundur Þorsteinsson og Bergþóra Jónsdóttir er vestur fluttu árið 1876. Bogi fór til Manitoba árið 1889 og bjó fyrst á Gimli. Flutti þaðan ári síðar í Mikley í Nýja Íslandi og bjó þar alla tíð, nema síðasta æviár sitt var hann hjá dóttur sinni í Steveston.
