Dagmar A Skulason

ID: 18188
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904

Dagmar A Skulason Mynd VÍÆ II

Dagmar Agnes Skulason fæddist í Grand Forks, N. Dakota 4. júní, 1904. 

Maki: 1) 30. janúar, 1930 Vasili Sergeevich Ermeneef f. í Úralfjöllum í Rússlandi 30. janúar, 1898, d. 14. maí, 1951 2) 9. september, 1860 Glenn E Fisher f. 20. september, 1899 í Haines, Oregon.

Börn: Með fyrra eiginmanni 1. Marika Karen f. 22. nóvember, 1930 2. Jón Bardi f. 25. ágúst, 1932. Bæði fædd í Honolulu.

Dagmar var dóttir Barða Skúlasonar frá Reykjavöllum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu og konu hans Charlotte Heaton Robinson í N. Dakota. Nám var börnum Barða eðlilegt. Dagmar lauk prófi árið 1925 frá Kaliforníuháskolanum í Berkeley. Fór eftir námið til Honolulu þar sem hún kenndi í hálft annað ár. Þangað hafði Vasili flúið frá heimalandi sínu árið 1922. Þau fluttu þaðan árið 1941 til Portland í Oregon.