
Eggert G Ólafsson með son sinn Gísla Mynd FVTV

Margrét Jónína Markúsdóttir Mynd FVTV
Eggert Guðmundur Ólafsson fæddist 1. nóvember, 1855 í Vestmannaeyjum. Dáinn 2. desember, 1918. Hann var Edward Olson í Utah.
Maki: 1) 29. maí, 1882 Guðrún Árnadóttir f. 26. ágúst, 1854 í Dalasýslu. Dáin 24. ágúst, 1882 2) Salgerður Jónsdóttir f. 28. desember, 1869 í V. Skaftafellssýslu. Dáin 24. janúar, 1894 eftir stutta sambúð. 3) 13. desember, 1895 Margrét Jóna Markúsdóttir f. í Vestmannaeyjum 21. nóvember, 1879.
Börn: 1. Gísli f. 4. ágúst, 1882 í Vestmannaeyjum. Móðir hans var Steinunn Ísaksdóttir. Með Margréti: 1. Margaret Pauline f. 3. desember, 1896 2. Edna Rebecca f. 29. apríl, 1899 3. David Reed f. 26. nóvember, 1901, d. 6. september, 1902 4. Annie f. 10. júní, 1903 5. Sarah Janett f. 27. október, 1905 6. William Andrew f. 26. nóvember, 1910 7. Oliver Einar f. 8. maí, 1911 8. Sophia Elisabeth f. 19. september, 1919.
Eggert fór með son sinn Gísla vestur til Spanish Fork í Utah árið 1887. Salgerður Jónsdóttir fór vestur þangað árið 1892 og Margrét Jóna árið 1886. Eggert tók ekki Mormónatrú í Utah.
