
Einar Eiríksson, Bárður og Eiríkur Mynd FVTV
Einar Eiríksson fæddist 30. desember, 1847 í V. Skaftafellssýslu. Dáinn 8. október, 1931 í Cleveland og þar grafinn. Einar Erickson í Utah
Maki: Guðrún Magnúsdóttir f. 5. júlí, 1840, d. 18.maí, 1930.
Börn: 1. Halldóra Helga f. 9. apríl, 1871, d. 29. nóvember, 1871. 2. Lilja f. 8.október, 1872, d. 26. mars, 1948 3. Bárður Einarsson f. 10. september, 1875, d. 22. júlí, 1970 4. Eiríkur f. 12. júlí, 1878, d. 27. mars, 1965 5. Helga f. 3. september, 1979, d. 31. maí, 1962 6. Magnúsína f. 3. janúar, 1884, d. 14. maí, 1890 7. Elías W f. 8. september, 1887, d. 9.janúar, 1975
Einar tók trú Mormóna í Vestmannaeyjum 9. maí, 1874. Skömmu seinna, 27. maí, 1874 var fyrsti söfnuður Mormóna á Íslandi myndaður í Vestmannaeyjum og vígði Loftur Jónsson Einar til embættis æðsta prests (elder). Í tíð Einars næstu sex árin tóku 16 fullorðnir trú og blessuð voru 9 börn. Guðrún fór frá Vestmannaeyjum 23. apríl, árið 1880 til Spanish Fork en Einar fór þangað 7. júní sama ár. Fluttu þaðan til Cleveland í Utah árið 1889.
