
Einar Jónasson Mynd Dalamenn
Einar Jónasson fæddist 7. janúar, 1848 í Dalasýslu. Dáinn á Gimli í Manitoba 25. ágúst, 1930.
Maki: 1) Sigurbjörg Bjarnadóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1845, d. í N. Dakota 1883 2) Jónína Ingibjörg Sigfúsdóttir f. 1866 í Eyjafjarðarsýslu, d. 18. maí, 1948.
Börn: Með Sigurbjörgu 1. Guðný d. 1883. Með Jónínu 1. Guðný Elín 2. Einar Sigurjón 3. Ólöf Anna f. 17. október, 1890 4. Ásta 5. Jónas 6. Baldur Norman 7. Edwin Ágúst 8. Jóhannes Kristinn.
Einar fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og var í Kinmount í eitt ár. Hann var valinn í nefnd þá er valdi nýlendusvæði fyrir Nýja Ísland sumarið 1875. Hann nam land þar norður af Gimli í Árnesbyggð og nefndi staðinn Hvítanes. Bjó líka í Mikley og Unalandi í Fljótsbyggð. Flutti suður í Hallsonbyggð í N. Dakota árið 1881 og þaðan í Tingvallabyggð nokkru seinna. Þaðan flutti hann svo vestur í Markervillebyggð í Alberta árið 1888 og til Kelowna í Bresku Kolumbíu árið 1892. Sneri aftur til Nýja Íslands árið 1899 og settist að á Gimli.
