Einar Jónasson

ID: 5803
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1950

Einar og Margeir standa, Valdheiður (Heiða) og Elísabet sitja. Mynd PaB

Einar Jónasson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1868. Dáinn á Gimli 1950.

Maki: Elísabet Gunnlaugsdóttir f. 1872 í Húnavatnssýslu, d. á Gimli árið 1947.

Börn: 1. Jón Margeir d. 1903 2. Þorbjörg Jónína f. 1904, d. 1932 3. Margeir Osvald f. 1908 4. Valdheiður Lára tvíburi f. 1908.

Einar og Elísabet fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1899 þar sem þau gengu í hjónaband. Þau voru stutt í N. Dakota og vestur í Seattle en sneru þá aftur til Íslands árið 1905 og munu hafa verið á Vestfjörðum þar sem Elísabet ól tvíburana árið 1908. Þau fluttu aftur vestur til Manitoba árið 1910 og bjuggu í Winnipeg. Þar voru þau til ársins 1917 en þá settust þau að í Árnesi, norður af Gimli. Unnu í Winnipeg á sumrin en enduðu á Gimli sín síðustu ár.