
Einar Jónsson Mynd FVTV

Ingveldur Árnadóttir með soninn Einar Alexander FVTV
Einar Jónsson fæddist í Rangárvallasýslu 16. ágúst, 1839. Dáinn 25. maí, 1900 í Vestmannaeyjum. Johnson í Utah.
Maki: 1) 5. nóvember, 1871 Guðrún Jónsdóttir f. 24. júlí, 1849, d. 8. maí, 1931. 2) 5. ágúst, 1885 Ingveldur Árnadóttir f. 28. júní, 1867 d. 2. mars, 1948 í Raymond í Albertafylki í Kanada, þau skildu 3) 1889 Margrét Guðmundsdóttir f. 29. júní, 1862, d. 21. apríl, 1904.
Börn: Með Guðrúnu 1. Guðrún Helga f. 26. febrúar, 1872, d. 20. júlí, 1875 2. Jóhanna f. 2. júlí, 1874, d. 6. desember, 1938 3. Guðrún 5. október, 1875, d. 2. nóvember, 1889 4. Ágústína f. 1. ágúst, 1878, d. 3. maí, 1957 5. Nicholas Wisconsin f. 1880, d. 4. maí, 1958 6. Alice Theodora f. 5. nóvember, 1882 7. Ephraim Alexander f. 7. janúar, 1885, d. 1885 8. Sarah f. 16. nóvember, 1886, d. 1891 9. Elizabeth f. 27.október, 1888, d. 1899. Með Ingveldi 1. Einar Alexander f. 25. ágúst, 1886, d. 13. júlí, 1965 í Idaho. Með Margréti 1. Guðrún Alexandra f. 6. janúar, 1890 2. Martel f. 1891, d. 1901 3. Óskar Jón f. 27. apríl, 1893. Auk þessara barna átti Einar son, Sigurð f. 22. október, 1858 með Auðbjörgu Sigurðardóttur.
Einar fór vestur til Spanish Fork í Utah, titlaður smiður. Hann gerðist trúboði og sneri aftur til Vestmannaeyja 1889. Hann átti ekki afturkvæmt til Utah, slaðaðist illa í Eyjum og lést 1900.
