Einar Jónsson

ID: 4516
Fæðingarár : 1890

Einar Jónsson Mynd VÍÆ I

Einar Jónsson fæddist 10. ágúst, 1890 í Barðastrandarsýslu.

Maki: 7. apríl, 1916 Ólöf Jórunn Hallsdóttir f. í Hnausabyggð í Nýja Íslandi 25. júní, 1893.

Börn: 1. Lilja Pálína f. 31. desember, 1917 2. Florence Sigríður f. 12. janúar, 1919 3. Jón Hallur f. 10. júlí, 1921 4.Einar Ólafur f. 18. september, 1922 5. Magnús f. 6. desember, 1924 6. Sylvia Sigrún f. 16. febrúar, 1928 7. Victor Howard f. 11. maí, 1934.

Einar flutti einsamall vestur til Nýja Íslands árið 1910. Hann fór til frænda síns í Hnausabyggð þar sem hann bjó í fimm ár og kynntist Ólöfu. Hún var dóttir Halls Hallssonar og Lilju Lárusdóttur úr Skagafirði. Einar og Ólöf fluttu til Selkirk þar sem þau bjuggu í 17 ár. Einar var þar með útgerð á Winnipegvatni og var með smá búskap í bænum.