ID: 15173
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899
Einar Skúlmundur Þorsteinsson fæddist í Vatnabyggð í Saskatchewan 28. nóvember, 1899.
Maki: 11. október, 1940 Aurora Beatrice Thorlakson f. í Winnipeg 12. maí, 1910.
Börn: 1. Laura Pauline f. 15. ágúst, 1941 2. Jóhann Daniel f. 14. desember, 1942 3. Wilton Brian f. 1. mars, 1945 4. Gail f. 30. nóvember, 1947.
Einar ólst upp í sveitinni nærri Leslie í Vatnabyggð og byrjaði ungur að aðstoða við búskapinn. Hann hóf sinn eigin en hætti og lagði fyrir sig afgreiðslustörf og verkfærasölu í Leslie í tæp 20 ár. Gerðist svo aftur bóndi þar um slóðir 1949. Aurora var dóttir Þorsteins Þorlákssonar, sonur Þorláks Jónssonar frá Stóru Tjörnum og Hlaðgerðar Grímsdóttur Laxdal.
