
Einar Sigurðsson Mynd VÍÆ II
Einar Sigurðsson fæddist í N. Múlasýslu 12. febrúsr 1888. Dáinn 18. nóvember, 1958.
Maki: 7. júlí, 1920 Einarína Kristín Björnsdóttir f. 8. janúar, 1891, d. 18. júlí, 1942.
Börn: 1. Inghildur (Ida) Sigurbjörg f. 1. apríl, 1921 2. Una Constance f. 7. ágúst, 1924 3. Haraldur (Harold) Björn f. 1. júlí, 1921.
Einar flutti einsamall til Vesturheims árið 1914 og eftir nokkra leit fann hann land nærri Churchbridge í Saskatchewan. Þetta var árið 1919 og þar var hann bóndi til ársins 1942. Seldi þá landið og settist að í Winnipeg. Hann tók mikinn þátt í samfélagsmálum landa sinna í héraðinu og sendi reglulega þýðingar til íslensku vikublaðanna í Winnipeg. Einarína fór vestur nokkurra mánaða gömul árið 1891 með foreldrum sínum Birni Þorleifssyni og Þórunni Inghildi Einarsdóttur. Þau settust að í Þingvallabyggð í Saskatchewan.