Eiríka S Sveinbjörnsdóttir

ID: 19622
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1954

Eiríka Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir og Sigurbjörn Kristjánsson Mynd Dm lll

Eiríka Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist í N. Múlasýslu árið 1880. Dáin í Lundar árið 1954. Eirikka Bogga Kristjanson vestra.

Maki: 1899 Sigurbjörn Kristjánsson f. 28. maí, 1869, d. 22. desember, 1958.

Börn: 1. Valdimar Sigurjón f. 1900 2. Guðný Margrét f. 1901 3. Edwin Norman f. 1905 4. Pálína Dagbjört f. 1908 5. Marinó Lúðvík f. 1912, d. sex mánaða 6. Sveinbjörg Anna f. 1915 7. Óskar Franklín f. 1918.

Fremstur situr Norman, fyrir aftan hann er Guðný, þá Pálína og Valdimar. Á hinni myndinni er Sveinbjörg Anna. Myndir WtW.

Eiríka flutti vestur til Manitoba árið 1884 með foreldrum sínum, Sveinbirni Sigurðssyni og Eiríku Eiríksdóttur og voru í Winnipeg einhvern tíma. Þau voru fyrstu landnemar við Burnt Lake í Manitoba þar sem kallaðist Síbería. Fluttu þaðan nærri Lundar og þar kynntust Eiríka og Sigurbjörn og bjuggu alla tíð.