Eiríkur Bjarnason

ID: 13949
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1929

Eiríkur Bjarnason fæddist 2. nóvember, 1848 í A. Skaftafellssýslu. Dáinn 14. febrúar, 1929

Maki: 22. apríl, 1877 Oddný Magnúsdóttir f. 21. ágúst, 1854 í Vestmannaeyjum, d. 25. apríl, 1923

Börn: 1. Guðrún f. 1881 2. Sigurður f. 1882 3. Anna Vilhelmína f. 4. febrúar, 1886 4. Magnús Eiríksson f. 9. maí, 1892 5. Helga.

Eiríkur flutti ungur til Vestmannaeyja og þaðan hóf hann siglingar um heimsins höf. Var í Kaupmannahöfn um sama leyti og Oddný. Þau fluttu í N. Múlasýslu og  fluttust þaðan til Winnipeg í Manitoba árið 1888. Þau bjuggu seinna í Churchbridge í Saskatchewan.