ID: 19428
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1956
Eiríkur Bjarnason fæddist í Húnavatnssýslu 13. maí, 1881. Dáinn í Vatnabyggð 12. júlí, 1956. Eric B. Stephanson vestra.
Maki: Þorbjörg Þorvarðardóttir f. 1887 í N. Dakota, d. 1969. Thorbjorg Stephanson vestra.
Börn: 1. Kristine 2. Eric Baldvin f. 1923, d. 1996 3. Stephan Douglas f. 1926, d. 2000 4. Harold Johann f. 1927.
Eiríkur var sonur Bjarna Stefánssonar og Elínar Eiríksdóttur. Heimildir vestra (Almanak t.d.) segja Eirík vera Björnsson. Þorbjörg var dóttir Þorvarðar Einarssonar og Kristínar Gísladóttur í Pembina, N. Dakota. Eiríkur keypti land nærri Kandahar í Vatnabyggð, seldi það og flutti á land nærii Elfros.
