
Elín Eggertsdóttir Mynd VÍÆ I
Elín Eggertsdóttir fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 9. september, 1896.
Maki: 20. nóvember 1919 Hrólfur Sigurður Sigurðsson f, árið 1884 í Árnesbyggð í Nýja Íslandi
Maki: 1) Kristín Sveinsdóttir f. í Húnavatnssýslu 22. september, 1895, d. 24 mars, 1919. 2) 20. nóvember, 1919 Elín Eggertsdóttir f. í Gimli 9. september, 1896.
Börn: 1. Kristín Sigurlín f. 5. september, 1920 2. Stefán Leifur f. 15. ágúst, 1922 3. Ingibjörg Eggertína f. 9. október, 1927.
Elín var dóttir Eggerts Arasonar og og Sigurlínar Jónasdóttur sem fyrst settust að í N. Dakota en seinna í Sandvík á Gimli. Þar var Eggert vitavörður. Ung að árum vann Elín í verslun en helgaði sig svo fjölskyldunni frá 1919 -1941. Hún sat í stjórn kvenfélagsins í Árnesbyggð og sinnti ýmsum safnaðarmálum. Hrólfur var sonur Stefáns Sigurðssonar og Kristbjargar Nikulásdóttur, landnema á Víðivöllum í Árnesbyggð. Stefán var kaupmaður, útgerðarmaður og fasteignasali.